The Rvik Pride 2012 song is out! The song is performed by Viggó and Víóletta, aka. Bjarni Snæbjörnsson and Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. The song is a cover of the Barbara Streisands song Don’t rain on my parade and the name of it in Icelandic “Rönd í regnboga” translates as “Stripe in a rainbow.”
The lyrics in Icelandic:
Rönd í regnboga
Segð‘alltaf að þú getir bara unnið
Sýnd‘aðeins hvað er mikið í þig spunnið
Látt‘engan ljúg‘að þér, ert rönd í regnboga
Of margir vilja fela sína flekki.
Að falla inn í hóp, ég held nú ekki!
Þú þarft að treysta mér, ert rönd í regnboga!
Nú trumbur ber ég, og slæ nýjan takt
Því sjóðheit er ég! Með allt mitt pjatt, sör
Og fagurt orðagjálfur, satt sör
Ég alltaf er ég sjálfur
En hvort að ég sé rós í fullum skrúða
Hvort lífið hafi mótað mig sem lúða
Er prinsess‘eða –prins, ég læt það kom‘í ljós
Þú velur þér drakt, hver sál með sinn takt,
Hvert líf er einstakt, satt sör?
Úúúú burt með flóttann, sigrum nú óttann
Og fáðu þér smá smakk sör
Land leggjum undir fágun, ást og gleði
Litunum fagnar hver í sínu beði
Látt‘engan ljúg‘að þér ert rönd í regnboga
Gleði ég gef þúsundfalt!
Liti, sem lífg‘upp á allt!
Ástin er ávallt til taks
Fágun er fín nú til dags!
Leggðu það saman og vá!
G-L-Á-F stafar GLÁF!
Nú skaltu hrópa: Hér er ég!
Nú trumbur ber ég, og slæ nýjan takt
Því sjóðheit er ég! Með allt mitt pjatt, sör
Og fagurt orðagjálfur, satt sör
Ég alltaf er ég sjálfur
Land leggjum undir fágun, ást og gleði
Litunum fagnar hver í sínu beði
Já – þú þarft að treysta því – þú ert.. rönd í regnbooooooooogaaaaaaaaaa